Menningarganga – Vappað um vellina

Miðvikudaginn 5. júní kl. 20 mun Stefán Pálsson, sagnfræðingur, leiða fyrstu menningar- og heilsugöngu sumarsins en gengið verður um Vellina í Hafnarfirði, sem er eitt af yngstu hverfunum á höfuðborgarsvæðinu. Það á sér þó fortíð og þar má finna ýmsar tengingar við atvinnusögu landsmanna. Þá verður velt upp spurningum um hversu ungt hverfi megi vera til þess að það teljist eiga sögu.

Gengið verður frá Hraunvallaskóla.

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.