Menningarganga – Kennileiti í Hafnarfirði

Miðvikudaginn 10. júlí kl. 20 mun Ólöf Bjarnadóttir, safnafræðingur, leiða göngu þar sem skoðuð verða valin kennileiti í Hafnarfirði. Líkt og í öðru bæjarlandslagi er þar að finna hús sem setja svip á bæinn og skera sig úr af ýmsum ástæðum. Í göngunni verða nokkur hús sem flokka má sem kennileiti í Hafnarfirði skoðuð nánar út frá sögu þeirra og sérkennum.

Gengið verður frá Hafnarborg.

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.