Listasmiðja í vetrarfríi – Endurunnið efni

Hafnarborg býður börnum á grunnskólaaldri að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum í vetrarfríi 20. og 21. febrúar í tengslum við sýninguna Þögult vor, sem nú stendur yfir í safninu. Smiðjurnar verða hvor með sínu sniðinu, svo velkomið er að taka þátt annan eða báða dagana.

21. febrúar kl. 13–15
Í seinni smiðjunni verður unnið með endurunnið eða endurnýtt efni á skapandi hátt, þar sem möguleikar efnisins til listsköpunar eru kannaðir, undir leiðsögn Unnar Mjallar Leifsdóttur, myndlistarmanns, og Ólafar Bjarnadóttur, starfsmanns Hafnarborgar.

Smiðjan mun fara fram í Apótekssalnum á fyrstu hæð safnsins og geta börn mætt ásamt foreldrum eða forráðamönnum. Eins og venjulega er þátttaka í smiðjum og aðgangur að sýningum safnsins gestum að kostnaðarlausu.