Listamannsspjall – Sigurður Ámundason

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 14 verður boðið upp á listamannsspjall um sýningu myndlistarmannsins Sigurðar ÁmundasonarWhat’s Up, Ave Maria?, en þá er jafnframt lokadagur sýningarinnar.

Á sýningunni sýnir Sigurður ný og nýleg verk, teikningar og vídeó, sem takast á við tákn, teikn, merki eða lógó. Slík merki hafa vægi í samfélaginu, jafnvel vald – táknmyndir sem við túlkum, sem segja okkur eitthvað, upplýsa okkur eða koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. En hvað gerist hins vegar ef merkið sem við sjáum virðist ekki merkja neitt ákveðið? Ef merkið lítur út eins og merki, notar tungumál merkisins, en bendir ekki á neitt?

Sigurður Ámundason útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012. Sigurður hefur haldið þrettán einkasýningar, meðal annars í Kling & Bang, Kunstschlager, Húsinu á Patreksfirði, Open, Ekkisens og Úthverfu. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Hann hefur kennt í Myndlistaskólanum í Reykjavík og við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Árið 2020 hlaut hann tilnefningu til hvatningarverðlauna Íslensku myndlistarverðlaunanna.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.