Hljóðön – Skerpla og Berglind María Tómasdóttir

Sunnudaginn 17. febrúar kl. 14 mun tilraunatónlistarhópur Listaháskóla Íslands, Skerpla, ásamt Berglindi Maríu Tómasdóttur, flytja tónlist Atla Heimis Sveinssonar, Jóns Gunnars Árnasonar og James Saunders á tónleikum í tengslum við Hljóðön – sýningu tónlistar. Efnisskrá tónleikanna hverfist um þá tónlist sem finna má í efniskennd hversdagslegra hluta, m.a. pappírs, blýants, sellófans og pappahólks.

Skerpla er tilraunatónlistarhópur Listaháskóla Íslands, stofnaður haustið 2018. Markmið hópsins er að kanna, skapa og flytja tónlist, sem er ýmist af tilraunakenndum toga, víkkar út fyrirframgefnar hugmyndir um eðli tónlistar, felur í sér rannsókn þar sem óvissa ríkir um útkomuna – sem er oft alls ekki aðalatriðið – eða þar sem meginforsendur ráðast af framkvæmd verksins.

Berglind María Tómasdóttir, dósent við Listaháskóla Íslands hefur umsjón með hópnum.

Aðgangur er ókeypis.