Hljóðön – Marko Ciciliani og Barbara Lüneburg

Laugardaginn 2. febrúar kl. 16 munu tónskáldin og flytjendurnir Marko Ciciliani og Barbara Lüneburg flytja verk sem að taka á þeim ólíku samböndum sem finna má í menningu tónlistar. Í verkum Cicilianis Kilgore, fyrir tvo flytjendur og tölvuleikjaheim, og Chemical Etudes, er til umfjöllunar samband flytjandans við tónsmíðina sjálfa, þar sem tónlistin sprettur fram í gegnum athafnir og könnun flytjenda á heimi tölvuleikja. Í verki Börböru Lüneburg, Osculation – A Contact Between Curves and Surfaces, er sjónum beint að flytjandanum sjálfum og sambandinu milli hans og tónskáldsins. Í verkinu bregður fyrir orðum og hugmyndum ólíkra flytjenda, tónskálda, heimspekinga og miðlafræðinga, á borð við Jennifer Torrence, Abbie Conant, William Osborne, Karlheinz Stockhausen, Vinko Globokar, Jean Baudrillard og Marshall McLuhan.

Viðburðurinn er hluti af dagskrá sýningarinnar Hljóðön – sýning tónlistar, auk þess að vera hluti af dagskrá Myrkra músíkdaga.

Efnisskrá

Marko Ciciliani,
Chemical Etudes (2018) 10′,
frumflutningur á Íslandi

Barbara Lüneburg,
Osculation – A Contact Between Curves and Surfaces (2018) 10′,
frumflutningur á Íslandi

Marko Ciciliani,
Kilgore (2017/2018) 30′,
frumflutningur á Íslandi