Gakktu í bæinn – kvöldopnun í Hafnarborg

Föstudaginn 7. júní milli kl. 18-21 verður kvöldopnun í Hafnarborg í tilefni viðburðarins Gakktu í bæinn, sem haldinn er í tengslum við Bjartra daga í Hafnarfirði. Þá bjóðum við ykkur velkomin á sýningarnar Kassíópeiu eftir Guðnýju Guðmundsdóttur og Í tíma og ótíma, þar sem getur að líta verk eftir Örnu Óttarsdóttur, Leslie Roberts og Amy Brener.

Boðið verður upp á sérfræðileiðsögn um sýningarnar kl. 19:30.

Aðgangur ókeypis – sjáumst í Hafnarborg.