Bjartir dagar – Íslenskt bossa nova

Laugardaginn 11. september kl. 17:30 munu tónlistarmennirnir Ragnar Már Jónsson, saxafónleikari, Aron Andri Magnússon, kassagítarleikari, og Arnar Jónsson, ukulele-bassaleikari, flytja íslensk dægurlög í bossa nova útsetningum. Þeir félagar kynntust við nám í Tónlistarskóla FÍH og hafa leikið mikið saman á undanförnum árum. Tónleikarnir eru styrktir af Hafnarfjarðarbæ og eru hluti af Björtum dögum í Hafnarfirði.

Tónleikarnir standa yfir í um 45 mínútur og er aðgangur ókeypis. Vegna gildandi samkomutakmarkana skulu gestir sitja í númeruðum sætum, auk þess sem skrá skal upplýsingar um nafn, kennitölu og símanúmer viðstaddra. Eru gestir því beðnir um að taka frá sæti í síma 585 5790 á opnunartíma safnsins. Grímuskylda er á tónleikunum.