Sunnudaginn 31. ágúst kl. 13-15 bjóðum við gestum að taka þátt í Turboschnalzlautsprecherrennen (e. Turbo Crackle Loudspeaker Race), sem er í senn smiðja/tónlistar- eða hljóðflutningur undir leiðsögn kanadísku listakonunnar Dörshu Hewitt, sem er ein af þátttakendunum í haustsýningu Hafnarborgar Algjörum skvísum.
Í smiðjunni vinna þátttakendur saman að því að skapa hljóðupplifun með handgerðum sveiflum – eins konar fjölrása trommu-vél, þar sem hljóð líkt og smellir, marr og ískur blandast saman og skapa óvæntar uppákomur í einstökum hljóðheimi.
Turboschnalzlautsprecherrennen byggir á leikandi tilraunastarfsemi með DIY raftækni og lausnamiðaðri nálgun sem eins konar spunaaðferð til að búa til tilraunatónlist. Öll efni verða í boði og smiðjan verður jafnt aðgengileg á ensku og íslensku og fellur þannig undir viðburðaröð safnsins Á mínu máli. Öll efni verða í boði og smiðjan verður jafnt aðgengileg á ensku og íslensku og fellur þannig undir viðburðaröð safnsins Á mínu máli.
Smiðjan er opin öllum 15 ára og eldri en vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður, svo að við mælum með því að mæta tímanlega. Eins og venjulega er þátttaka í listasmiðjum gestum að kostnaðarlausu, líkt og aðgangur að sýningum safnsins. Verið öll velkomin.