Á mínu máli – skúlptúrsmiðja á úkraínsku

Laugardaginn 2. mars kl. 13-15 mun Iryna Kamienieva, myndlistarmaður og s‎ýningarstjóri, leiða skapandi listasmiðju fyrir fjölskyldur á úkraínsku í Hafnarborg. Í smiðjunni verður börnum og fullorðnum boðið að búa til litríka og skemmtilega sk‎úlptúra úr margvíslegum efnivið. Þátttakendur fá sömuleiðis tækifæri til að skoða sýningar safnsins í því skyni að leita að hugmyndum fyrir sína eigin listsköpun.

Iryna Kamienieva er myndlistarmaður og s‎ýningarstjóri frá Úkraínu. Hún hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2022 þar sem hún hefur bæði starfað á vettvangi myndlistar og við móttöku flóttafólks.

Á mínu máli er viðburðadagskrá sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Viðburðurinn er samstarf Hafnarborgar og GETU – hjálparsamtaka. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.