Á mínu máli: Ós‎‎ýndarheimar – leiðsögn á arabísku

Laugardaginn 15. apríl kl. 15 mun Yara Zein, myndlistarmaður, vera með leiðsögn á arabísku um sýninguna Ós‎‎ýndarheima þar sem sjónum er beint að stafrænni list, ljósmyndun, hreyfimyndum, raunsæi og ofurveruleika.

Á s‎ýningunni er að finna verk eftir sex íslenska og erlenda samtímalistamenn sem takast á við hugmyndir um raunveruleika og sýndarleika. Í verkum þeirra birtast hugmyndir um aftengingu, kvíða og þ‏‏á gráglettni sem einkennir kynslóðina sem nú lifir og hrærist í umhverfi nýmiðlunar. Með því að beita fyrir sig stafrænum tjáningarmöguleikum draga þau meðal annars fram satíruna sem felst í streituvaldandi lífsmynstri 21. aldarinnar.

Yara Zein (f. 1995) er líbanskur listamaður, búsett á Íslandi. Yara er með bakgrunn í arkitektúr, hönnun og myndlist en hún er með BA-gráðu í myndlist frá Académie Libanaise des Beaux Arts í Beirút og MFA-gráðu í myndlist frá Nottingham Trent háskólanum, Englandi.

Á mínu máli er viðburðadagskrá sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Viðburðurinn er samstarf Hafnarborgar og hjálparsamtakanna Get Together sem styðja við flóttafólk og hælisleitendur í Hafnarfirði. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

.