Á mínu máli – listasmiðja fyrir fjölskyldur á spænsku

[Ver versión en español abajo.]

Laugardaginn 30. september kl. 13-15 mun myndlistarkonan Íris Hadda leiða skapandi listasmiðju fyrir fjölskyldur á spænsku í Hafnarborg. Í smiðjunni verður börnum og fullorðnum boðið að búa til þrívíð landslagsverk úr margvíslegum efnivið í tengslum við sýninguna Landslag fyrir útvalda. Þátttakendur fá sömuleiðis tækifæri til að skoða sýningar safnsins í því skyni að leita að hugmyndum fyrir sína eigin listsköpun.

Á sýningunni Landslag fyrir útvalda eru ólíkar hliðar veruleikaflótta kannaðar. Þar má sjá listaverk eftir bæði yngri og eldri listamenn, unnin í fjölbreytta miðla eins og til dæmis málverk, skúlptúr, grafík og vídeó. 

Íris Hadda er myndlistarkona fædd á Íslandi en hún hefur búið mestan hluta ævi sinnar á Spáni. Hún er menntaður listfræðingur og sérfræðingur í skapandi skrifum. Hún hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2020 og stundar nú nám í ljósmyndun við Ljósmyndaskólann samhliða starfi við Listasafn Reykjavíkur. Meðal verkefna sem Íris Hadda hefur ráðist í að undanförnu er ljósmyndaskráning tengd stöðu flóttamanna á Íslandi.

Á mínu máli er viðburðadagskrá sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Viðburðurinn er samstarf Hafnarborgar og hjálparsamtakanna Get Together sem styðja við flóttafólk og hælisleitendur í Hafnarfirði. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

 


.

En mi idioma – taller familiar en español

El sábado 30 de septiembre de 13:00 a 15:00, la artista Íris Hadda dirigirá un taller familiar en español en el museo Hafnarborg en Hafnarfjörður. El taller, destinado tanto a niños como adultos, consistirá en la creación de paisajes tridimensionales con distintos materiales, tomando como inspiración la exposición Paisaje para los elegidos. Con este taller se incita a los participantes a buscar inspiración en la exposición para su propia creación artística.

La exposición Paisaje para los elegidos explora distintas realidades en las que artistas exploran el paisaje y su realidad desde distintos acercamientos. Las obras expuestas son de artistas de distintas generaciones que trabajan distintos medios como son pintura, escultura, obras impresas y video.

Íris Hadda es una artista nacida en Islandia que ha residido la mayor parte de su vida en España. Formada como historiadora del arte y experta en escritura creativa, vive en Islandia desde el año 2020. En la actualidad cursa estudios en Fotografía en Ljósmyndaskólinn y trabaja en el museo de arte de Reykjavík. Entre los proyectos emprendidos de manera reciente se encuentra la documentación fotográfica de la situación de los refugiados en Islandia.

En mi idioma es un programa que organiza eventos que buscan hacer Hafnarborg accesible a personas de distintos orígenes en su idioma. El programa es una colaboración entre Hafnarborg y la organización Get Together, cuyo objetivo es brindar apoyo a los solicitantes de asilo y refugiados de Hafnarfjörður. Todos los eventos cuentan con el apoyo de los fondos del museo.

Entrada gratuita – todos son bienvenidos.