Á mínu máli: Landslag fyrir útvalda – leiðsögn á úkraínsku

[Унизу українська.]

Laugardaginn 28. nóvember kl. 15 mun Iryna Kamienieva, myndlistarmaður og s‎ýningarstjóri, vera með leiðsögn á úkraínsku um sýninguna Landslag fyrir útvalda, sem nú stendur yfir í safninu. Leiðsögnin er opin fyrir alla áhugasama eldri en 13 ára, ekki er krafist þekkingar eða bakgrunns í myndlist.

Á s‎ýningunni er að finna verk eftir tíu íslenska og erlenda listamenn, þar sem ólíkar hliðar veruleikaflótta eru skoðaðar: Hvaða ástand flýjum við í dag? Er flóttinn góður eða slæmur? Hvert er landslag veruleikaflóttans? Og hver hefur aðgang að ‏því? Á s‎ýningunni má sjá verk sem unnin eru í fjölbreytta miðla, svo sem málverk, grafíkverk, skúlptúra og vídeó.

Iryna Kamienieva er myndlistarmaður og s‎ýningarstjóri frá Úkraínu. Hún hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2022 þar sem hún hefur bæði starfað á vettvangi myndlistar og við móttöku flóttafólks.

Á mínu máli er viðburðadagskrá sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Viðburðurinn er samstarf Hafnarborgar og GETU – hjálparsamtaka/Get Together sem styðja við flóttafólk og hælisleitendur í Hafnarfirði og nágrenni. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

 


.

Моєю мовою: Пейзаж для обраних – Екскурсія українською мовою

В суботу 28 жовтня о 15:00 художниця та кураторка Ірина Камєнєва проведе для відвідувачів екскурсію українською мовою виставкою Пейзаж для обраних, що проходить зараз у музеї. Екскурсія відкрита для всіх зацікавлених віком від 13 років, попередня освіта або досвід в сфері мистецтва не потрібні.

Виставка включає роботи десяти ісландських та іноземних художників, чиї твори розмірковують на тему ескапізму: Від яких ситуацій ми тікаємо сьогодні? Чи є ескапізм позитивним чи негативним явищем? Як виглядає сучасний ландшафт ескапізму? І хто має до нього доступ? Виставка об’єднує роботи в різних медіа, такі як живопис, графіка, скульптура та відео.

Ірина Камєнєва – художниця та кураторка з України. Вона живе в Ісландії з 2022 року, де працює одночасно в сферах мистецтва та прийому біженців.

«Моєю мовою» це серія заходів, зосереджена на тому, щоб зробити Хапнарборг доступнішим для людей різного походження за допомогою проведення подій різними мовами. Це співпраця Хапнарборгу та GETA – організації допомоги/Get Together («Об’єднуймось»), що надає підтримку шукачам притулку та біженцям в місті Хапнарфйордур та його околицях. Програма фінансується фондом Музею.

Безкоштовний вхід – ласкаво просимо усіх охочих.