Á mínu máli: Gletta – leiðsögn á spænsku

[Ver versión en español abajo.]

Sunnudaginn 19. febrúar kl. 15 mun Othoniel Muñiz, myndlistarmaður, verða með leiðsögn á spænsku um sýninguna Glettu, þar sem sjá má úrval verka eftir listakonuna Sóleyju Eiríksdóttur (1957-1994): jafnt skúlptúra, leirmuni og tvívíð verk.

Í upphafi ferils síns vann Sóley að mestu hefðbundna leirmuni, sem telja má til nytjalistar, en á síðari hluta níunda áratugarins öðlast teikningar og myndefni sem áður hafði prýtt skálar og ker listakonunnar sjálfstætt líf í stærri, þrívíðum verkum úr steinsteypu.

Othoniel Muñiz er mexíkóskur listamaður sem hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 2017. Hann lærði myndlist við La Esmeralda í Mexíkóborg með viðdvöl á Íslandi sem skiptinemi við Listaháskóla Íslands.

Á mínu máli er viðburðadagskrá sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Viðburðurinn er samstarf Hafnarborgar og hjálparsamtakanna Get Together sem styðja við flóttafólk og hælisleitendur í Hafnarfirði. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

 


.

En mi idioma – visita guiada en español a la exposición Gletta

El domingo 19 de febrero a las 15:00 horas, el artista Othoniel Muñiz llevará a los invitados a una visita guiada en español a la exposición Gletta (Guasa), presentando obras de la artista Sóley Eiríksdóttir (1957-1994): esculturas, cerámicas y obras bidimensionales.

Al comienzo de su carrera, Sóley se dedicaba principalmente a la cerámica tradicional, a menudo categorizada como objetos prácticos, pero a finales de la década de 1980, las imágenes de la artista, que antes servían para decorar ollas y cuencos, cobraron vida propia en grandes, obras tridimensionales, realizadas en hormigón.

Othoniel Muñiz es un artista mexicano que vive en Islandia desde 2017. Se graduó de La Esmeralda en la Ciudad de México y estudió como estudiante de intercambio en la Universidad de las Artes de Islandia.

En mi idioma es un programa de eventos centrado en hacer que Hafnarborg sea más accesible para personas de diferentes orígenes dando la bienvenida a los visitantes al museo en varios idiomas. El programa es una colaboración entre Hafnarborg y la agencia de ayuda Get Together que brinda apoyo a los solicitantes de asilo y refugiados en Hafnarfjörður.

Entrada gratuita – todos son bienvenidos.