Á mínu máli – fjöltyngd „Pavuk“-smiðja

[Унизу українська.]

Sunnudaginn 14. september kl. 13-15 býður Hafnarborg íslensku-, úkraínsku- og enskumælandi fjölskyldum að taka þátt í smiðju þar sem þátttakendur munu búa til hálmgrip sem kallast „Pavuk“, undir leiðsögn listamannanna Viktoriiu Leliuk og Anne Rombach.

Þá kynnumst við fornum úkraínskum hefðum og fögnum töfrum haustuppskerunnar! Í smiðjunni setjum við saman „Pavuk“ (könguló), sem er hefðbundin úkraínsk skreyting úr hálmi. Þótt „köngulóin“ sé oft tengd úkraínskri jólahefð er hún sprottin af fornum tengslum við jörðina og mátt uppskerunnar. September er því fullkominn tími til að læra að búa til slíkan verndargrip, sem ætlað er að ýta undir stemningu og huggulegheit á heimili okkar yfir árið.

Viktoriia Leliuk er þverfaglegur listamaður frá Kænugarði í Úkraínu. Hún vinnur statt og stöðugt að listsköpun sinni, hvort sem er í gegnum samklippsaðferðir, veggmyndir, handverk eða ljósmyndun á filmu.

Anne Rombach er þýsk listakona sem býr og starfar á Íslandi. Hún nam ljósmyndun við Listaakademíuna í Leipzig og lauk MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands, þar sem hún stundar nú framhaldsnám í „Listum og velferð“.

Á mínu máli er viðburðaröð sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Viðburðurinn er samstarf Hafnarborgar og GETU – hjálparsamtaka sem með fjölbreyttum viðburðum og félagsstarfi leitast við að stuðla að inngildingu og jákvæðri fjölmenningu. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.

Smiðjan fer fram á jarðhæð safnsins og er opin öllum aldurshópum. Engrar fyrri kunnáttu í listsköpun er krafist en börn skulu vera í fylgd með foreldri eða forráðamanni. Eins og alltaf er þátttaka í smiðjum sem og aðgangur að sý‎ningum safnsins gestum að kostnaðarlausu.

Моєю мовою – багатомовний воркшоп «Павук»

У неділю, 14 вересня, з 13:00 до 15:00, Хафнарборг запрошує ісландсько-, україно- та англомовні сім’ї взяти участь у воркшопі зі створення солом’яного павука під назвою «Павук». Майстер-клас проведуть художниці Вікторія Лелюк та Анне Ромбах.

Давайте разом зануримося у світ давніх українських традицій та відсвяткуємо магію осіннього врожаю! На воркшопі ми створюватимемо талісман «Павук», традиційну українську прикрасу із соломи. Хоча павук часто асоціюється з різдвяним декором, його коріння сягає глибших вірувань, пов’язаних із магією землі та врожаю. Вересень – ідеальний час, щоб створити такий сильний оберіг, який принесе гармонію й затишок у наші домівки на цілий рік.

Вікторія Лелюк, мультидисциплінарна художниця з Києва, Україна. Вона постійно в процесі творення — від колажів і муралів до крафтових проєктів і плівкової фотографії.

Анне Ромбах, німецька художниця, яка живе й працює в Ісландії. Вона вивчала фотографію в Академії образотворчих мистецтв у Лейпцигу та здобула ступінь магістра образотворчого мистецтва в Ісландському університеті мистецтв, де наразі навчається на програмі «Мистецтво і добробут».

«Моєю мовою» – це серія подій, спрямована на те, щоб зробити Хафнарборг доступнішим для людей з різним культурним і мовним досвідом, запрошуючи гостей до музею різними мовами. Подія організована у співпраці з Хафнарборгом та GETA – неприбуткової організації, яка працює над створенням більш толерантного та інклюзивного суспільства через різні заходи. Програму підтримує Музейний фонд.

Воркшоп відбудеться на першому поверсі музею. Він відкритий для людей будь-якого віку та рівня навичок, але діти повинні бути в супроводі батьків чи опікунів. Як завжди, участь у воркшопі та вхід на виставки музею є безкоштовні.