Á hafi kyrrðarinnar – vefsmiðja

Laugardaginn 19. ágúst kl. 13-15 býður Hafnarborg fjölskyldum að koma og taka þátt í skapandi vefsmiðju í tengslum við s‎ýningu Hildar Ásgeirsdóttur Jónsson, Á hafi kyrrðarinnar, sem nú stendur yfir í safninu.

Í smiðjunni gefst fjölskyldum tækifæri til að vinna saman að eigin veflistaverki í anda Hildar. Þátttakendur fá kennslu í að búa til sín eigin vefspjöld úr pappa sem þau fá jafnframt að taka með sér heim. Smiðjan hentar þátttakendum á öllum aldri og er hvorki krafist þekkingar á vefnaði né bakgrunns í listum. Allur efniviður verður á staðnum. Leiðbeinandi er myndlistarmaðurinn Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.

Smiðjan fer fram í Apótekinu á fyrstu hæð safnsins en mælst er til að börn mæti í fylgd fullorðinna. Eins og venjulega er þátttaka í smiðjunni gestum að kostnaðarlausu, líkt og aðgangur að sýningum safnsins. Verið hjartanlega velkomin.