Tónleikadagskrá – haust/vetur 2025

Í september hefst nýtt tónleikaár í Hafnarborg en framundan er fjölbreytt dagskrá, þar sem fram mun koma tónlistarfólk í fremstu röð, auk ungra og efnilegra flytjenda. Þá hefja Síðdegistónar göngu sína að nýju föstudaginn 5. september, eftir hlé síðan í lok síðasta árs. Hinir sívinsælu hádegistónleikar hefjast svo þriðjudaginn 9. september og hlökkum við til að njóta tónlistar með ykkur í safninu á misserinu framundan.

Tónleikadagskráin í haust/vetur 2025

5. september kl. 18
Síðdegistónar
Kvartett Söru Magnúsdóttur

9. september kl. 12
Hádegistónleikar
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir

7. október kl. 12
Hádegistónleikar
Jóhann Smári Sævarsson

10. október kl. 18
Síðdegistónar
Tríó Gullu Ólafsdóttur

4. nóvember kl. 12
Hádegistónleikar
Aron Axel Cortes

14. nóvember kl. 18
Síðdegistónar
Multiverse – kvartett Scotts McLemore

2. desember kl. 12
Hádegistónleikar
Hanna Dóra Sturludóttir

5. desember kl. 18
Síðdegistónar
Silva Þórðardóttir

6. desember
Syngjandi jól
Kórtónleikar