Nú líður senn að páskum og sendir starfsfólk Hafnarborgar vinum og velunnurum safnsins hugheilar óskir um gleðilega hátíð. Þá vekjum við athygli á opnunartímanum hjá okkur um páskana:
Skírdagur 17. apríl
Opið kl. 12–17
Föstudagurinn langi 18. apríl
Lokað
Laugardagur 19. apríl
Opið kl. 12–17
Páskadagur 20. apríl
Lokað
Annar í páskum 21. apríl
Opið kl. 12–17
Í safninu standa nú yfir tvær sýningar. Annars vegar er það sýningin Staldraðu við, þar sem getur að líta verk eftir átta listamenn frá Englandi og Íslandi. Í Sverrissal er það svo sýningin Alverund eftir Jónu Hlíf Halldórsdóttur, sem vinnur með samspil texta og mynda og kannar sköpunarmátt tungumálsins.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.