Í samstarfi við Uppsalaborg og Uppsala konstmuseum kynnir Hafnarborg sýningu á völdum verkum úr safneign, sem opnuð verður laugardaginn 12. apríl kl. 14 í Uppsalakastala. Sýningin, sem ber titilinn Frá sögu til samtíðar (sæ. Från saga till samtid), byggist á farsælu vinabæjarsamstarfi á milli Hafnarfjarðar og Uppsala en síðar á árinu verður opnuð sýning á sambærilegum grunni í Hafnarborg, þar sem sýnd verða listaverk úr safni Uppsalaborgar. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.
Á sýningunni í Svíþjóð verða sýnd verk eftir Hildi Ásgeirsdóttur Jónsson, Tinnu Gunnarsdóttur, Guðjón Ketilsson, Jónínu Guðnadóttur, Rúnu, Marinó Thorlacius, Astrid Kruse Jensen, Gurli Elbækgaard, Eirík Smith, Guðmund Thoroddsen, Margréti Sveinsdóttur, Guðnýju Magnúsdóttur, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Eddu Jónsdóttur og Koggu.
Í sýningarnefnd eru þau Aldís Arnardóttir, Hólmar Hólm, Mikaela Granath og Tove Otterclou.
Sýningin mun standa yfir til 8. júní næstkomandi og hvetjum við öll þau sem eru búsett á svæðinu eða eiga leið til borgarinnar til að heimsækja Uppsala konstmuseum og skoða sýninguna.
Hægt er að lesa um sýninguna hér á heimasíðu Uppsala konstmuseum.