Í september hefst nýtt tónleikaár í Hafnarborg en framundan er fjölbreytt dagskrá, þar sem fram mun koma tónlistarfólk í fremstu röð, auk ungra og efnilegra flytjenda. Þá hefja hinir sívinsælu hádegistónleikar göngu sína á ný þriðjudaginn 3. september og fimmta starfsár Síðdegistóna mun hefjast með tónleikum Rebekku Blöndal og kvartetts hennar föstudaginn 20. september. Á misserinu verða einnig haldnir hausttónleikar samtímatónleikaraðarinnar Hljóðana sem tileinkuð er tónlist frá 20. og 21. öld.
Tónleikadagskráin í haust/vetur 2024
3. september kl. 12
Hádegistónleikar
Fanný Lísa Hevesi
20. september kl. 18
Síðdegistónar
Kvartett Rebekku Blöndal
1. október kl. 12
Hádegistónleikar
Vera Hjördís Matsdóttir
18. október kl. 18
Síðdegistónar
Margrét Eir ásamt hljómsveit
20. október kl. 20
Hljóðön: Blöndun/Fusione
Björg Brjánsdóttir og Ingibjörg Elsa Turchi
5. nóvember kl. 12
Hádegistónleikar
Kristín Sveinsdóttir
22. nóvember kl. 18
Síðdegistónar
Andrés Þór Nordic Trio
3. desember kl. 12
Hádegistónleikar
Íris Björk Gunnarsdóttir