Sönghátíð í Hafnarborg hefur frá upphafi staðið fyrir master class námskeiði fyrir lengra komna söngnemendur og söngvara. Í ár stendur námskeiðið yfir dagana 24. til 27. júní og fyllir tónlistin því húsakynni Hafnarborgar á meðan. Námskeiðið er haldið í aðalsal safnsins frá morgni til seinniparts dags, svo gestir sem heimsækja sýningar safnsins fá að njóta söngs þátttakenda í leiðinni. Námskeiðinu lýkur svo með tónleikum nemenda sem fara fram fimmtudaginn 27. júní kl. 20 sem hluti af dagskrá Sönghátíðar. Leiðbeinandi námskeiðsins að þessu sinni er hin ástsæla sópransöngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) en henni til fulltingis er píanóleikarinn Helga Bryndís Magnúsdóttir, sem mun einnig koma fram með nemendum á tónleikunum.
Nánari upplýsingar um Sönghátíð í Hafnarborg má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.songhatid.is.