Sumarnámskeið 2024 – myndlist og tónlist

Hafnarborg býður upp á myndlistar- og tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6–12 ára í sumar, líkt og fyrri ár. Farið verður í rannsóknarleiðangra og undirstöðuatriði myndlistar kynnt í gegnum rannsóknir á umhverfinu, sýningar í safninu og skapandi vinnu. Unnin verða verkefni í fjölbreytta miðla – teiknað, málað og mótað – með það að markmiði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu barnanna.

Í boði eru tvö 5 daga námskeið og eitt 4 daga námskeið fyrir aldurshópana 6–9 ára og 10–12 ára. Þá verður námskeiðið sem hefst þann 24. júní með tónlistar- og söngívafi í tengslum við Sönghátíð í Hafnarborg. Lýkur því námskeiði með þátttöku barnanna í fjölskyldutónleikum á Sönghátíð föstudaginn 28. júní kl. 17.

Myndlistarkennari er Þóra Breiðfjörð og tónlistarkennari er Björg Ragnheiður Pálsdóttir.


Boðið verður upp á eftirfarandi sumarnámskeið:

10. júní–14. júní
6–9 ára: kl. 9:00–12:00
10–12 ára: kl. 13:00–16:00

18. júní–21. júní
6–9 ára: kl. 9:00–12:00
10–12 ára: kl. 13:00–16:00

24. júní–28. júní
6–9 ára: kl. 9:00–12:00
10–12 ára: kl. 13:00–16:00


Námskeiðsgjald fyrir 5 daga er 15.860 krónur og gjald fyrir 4 daga er 12.690. Foreldrar og forsjáraðilar eru vinsamlegast beðin að láta vita ef barn er með sérþarfir sem taka þarf tillit til.

Athugið að fjöldi þátttakenda í sumarnámskeiðunum er takmarkaður.

Skráning fer fram í gegnum frístundavefinn Völu. Frekari upplýsingar um námskeiðin eru veittar í síma 585 5790 eða í gegnum netfangið [email protected].