Íslensku tónlistarverðlaunin 2024 – Andrés Þór flytjandi ársins

Starfsfólk Hafnarborgar óskar Andrési Þór Gunnlaugssyni hjartanlega til hamingju með útnefninguna sem „flytjandi ársins“ í flokki djasstónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum 2024.

Andrés Þór er meðal annars stofnandi og listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Síðdegistóna í Hafnarborg, sem hóf göngu sína í safninu árið 2020, en þar hafa stigið á stokk fjölmargar af okkar björtustu stjörnum á íslensku djasssenunni, oft ásamt Andrési sjálfum á gítar.

Þá notum við tækifærið til þess að óska öllum þeim sem tilnefnd voru til Íslensku tónlistarverðlaunanna til hamingju en það gladdi okkur mjög að sjá mörg úr hópi þeirra sem komið hafa fram í Hafnarborg á síðustu árum á meðal tilnefndra.

Húrra fyrir öllu okkar frábæra tónlistarfólki!