Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í Hafnarborg á Þorláksmessu og eins á milli jóla og nýárs en opnunartími yfir hátíðarnar er eftirfarandi:
Þorláksmessa 23. desember – opið kl. 12–17
Aðfangadagur 24. desember – lokað
Jóladagur 25. desember – lokað
Annar í jólum 26. desember – lokað
27.–30. desember – opið kl. 12–17
Gamlársdagur 31. desember – lokað
Nýársdagur 1. janúar – lokað
Þá er 30. desember jafnframt síðasti dagurinn til þess að sjá sýningarnar Landslag fyrir útvalda og GILDI: 40 ár frá stofnun Hafnarborgar. Næstu sýningar verða svo opnaðar laugardaginn 13. janúar kl. 14 en það eru sýningarnar Flæðarmál, yfirlitssýning á verkum Jónínu Guðnadóttur, og Vísar, einkasýning Þórs Sigurþórssonar. Vinsamlegast athugið að takmörkuð starfsemi verður á skrifstofu Hafnarborgar milli jóla og nýárs.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.