Landslag fyrir útvalda – enduropnun

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir talsverðar framkvæmdir í aðalsal Hafnarborgar þar sem unnið hefur verið að því að setja upp nýjan ljósabúnað, auk þess sem loftið í salnum hefur verið málað.

Þá gleður það okkur að bjóða gesti aftur velkomna á sýninguna Landslag fyrir útvalda sem við opnum að nýju í endurbættum sal frá og með deginum í dag, laugardaginn 2. desember.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Arna Beth, Fritz Hendrik IV, Margrét Helga Sesseljudóttir, Sól Hansdóttir, Vikram Pradhan, Bíbí Söring og Þrándur Jóhannsson, auk þess sem sýnd eru verk eftir Eirík Smith, Patrick Huse og Sigrid Valtingojer úr safneign Hafnarborgar og Listasafns ASÍ.

Sýningarstjórar eru Eva Lín Vilhjálmsdóttir og Odda Júlía Snorradóttir.

Sýningin stendur yfir til 30. desember næstkomandi.

Ókeypis aðgangur – verið öll velkomin.