Lokað í aðalsal frá og með 8. nóvember

Vinsamlegast athugið að sýningin Landslag fyrir útvalda, sem sett er upp í aðalsal safnins sem hluti af árlegri haustsýningaröð Hafnarborgar, er lokuð tímabundið vegna uppsetningar nýs ljósabúnaðar í salnum frá og með miðvikudeginum 8. nóvember.

Þá verður sýningin lokuð þar til í byrjun desember en nánari upplýsingar um enduropnun sýningarinnar verða birtar þegar nær dregur.

Sýningin GILDI, þar sem sjá má valin verk úr safneign Hafnarborgar í tilefni þess að 40 ár eru nú liðin frá stofnun safnsins, verður opin samkvæmt hefðbundnum opnunartíma á meðan framkvæmdunum stendur.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.