Tónleikadagskrá – haust/vetur 2023

Þann 1. september hefst nýtt tónleikaár í Hafnarborg en framundan er fjölbreytt dagskrá, þar sem fram mun koma tónlistarfólk í fremstu röð, auk ungra og efnilegra flytjenda. Þá hefja Síðdegistónar fjórða starfsár sitt með tónleikum Kjalar Martinssonar Kollmar á föstudag kl. 18 og í næstu viku hefja hinir sívinsælu hádegistónleikar göngu sína á ný en tónleikaröðin hefur verið hluti af dagskrá Hafnarborgar síðan árið 2003, undir listrænni stjórn Antoníu Hevesi, píanóleikara. Á misserinu verða einnig haldnir hausttónleikar samtímatónleikaraðarinnar Hljóðana sem tileinkuð er tónlist frá 20. og 21. öld.

Tónleikadagskráin í haust/vetur 2023

1. september kl. 18
Síðdegistónar
Kjalar Martinsson Kollmar ásamt hljómsveit

5. september kl. 12
Hádegistónleikar
Ívar Helgason

3. október kl. 12
Hádegistónleikar
Gissur Páll Gissurarson

8. október kl. 20
Hljóðön: Minni
Berglind María Tómasdóttir og Júlía Mogensen

13. október kl. 18 (ath. ný dagsetning)
Síðdegistónar
Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir ásamt hljómsveit

7. nóvember kl. 12
Hádegistónleikar
Bryndís Guðjónsdóttir

10. nóvember kl. 18
Síðdegistónar
Los Bomboneros

5. desember kl. 12
Hádegistónleikar
Diddú

8. desember kl. 18
Síðdegistónar
Kristjana Stefáns ásamt hljómsveit