Þann 2. maí fóru fram síðustu hádegistónleikar vetrarins hér í Hafnarborg en tónleikarnir mörkuðu jafnframt lok tuttugasta starfsárs hádegistónleikaraðar Hafnarborgar.
Þá þökkum við Valgerði Guðnadóttur kærlega fyrir sönginn og eins þökkum við Antoníu Hevesi, píanóleikara, kærlega fyrir sitt dygga starf en Antonía hefur verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar frá upphafi.
Á sama tíma færum við öllum þeim sem hafa komið fram á liðnum vetri og síðustu tveimur áratugum fyrir að taka þátt í að stuðla að öflugu menningarlífi í Hafnarfjarðarbæ með fríum hádegistónleikum fyrir alla sem hafa áhuga á tónlist.
Hlökkum til að taka á móti ykkur aftur í haust þegar tónleikaröðin hefur göngu sína á ný.