Það er okkur ánægja að kynna dagskrá hádegistónleika fram á vor 2023 en tónleikaröðin hefur verið hluti af dagskrá Hafnarborgar síðan árið 2003 og er því á sínu tuttugasta starfsári. Þá munu fyrstu hádegistónleikar nýs árs fara fram í aðalsal Hafnarborgar þriðjudaginn 7. febrúar kl. 12. Þar mun koma fram Erla Björg Káradóttir, sópran, ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara og listrænum stjórnanda hádegistónleikaraðarinnar.
Dagskrá hádegistónleika fram á vor er eftirfarandi:
7. febrúar
Erla Björg Káradóttir, sópran
7. mars
Bernadett Hegyi, sópran
4. apríl
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzósópran
2. maí
Valgerður Guðnadóttir, mezzósópran
Hádegistónleikar eru vanalega á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann. Þeir hefjast tímanlega kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis.
Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.