Starfsfólk Hafnarborgar óskar Elfu Björk Jónsdóttur innilega til hamingju með útnefninguna listamaður hátíðarinnar Listar án landamæra í ár en Elfa Björk mun halda einkasýningu í Hafnarborg í haust í tengslum við hátíðina.
Elfa Björk Jónsdóttir er hæfileikarík listakona en segja má að myndheimur hennar byggist á abstraktgrunni og skapast oft skemmtilegt samspil formrænu og fígúratífu þegar hún sækir sér fyrirmyndir ýmist úr umhverfinu, náttúrulífsbókum eða úr listasögunni.
List án landamæra 2022 mun eiga sér stað frá 15.-30. október.
Með Elfu Björk á myndinni eru Jóhanna Ásgeirsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, og Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar.