Starfsfólk Hafnarborgar óskar Þráni Hjálmarssyni, listrænum stjórnanda Hljóðana, innilega til hamingju með tilnefninguna til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022 en Hljóðön er tilnefnd sem „tónlistarviðburður ársins – hátíðir“ í flokki sígildrar og samtímatónlistar.
Einnig óskum við Andrési Þór Gunnlaugssyni, listrænum stjórnanda Síðdegistóna í Hafnarborg, hjartanlega til hamingju með tilnefningu tónleikaraðarinnar sem „tónlistarviðburður ársins“ í flokki djass- og blústónlistar, auk þess sem við óskum Andrési Þór innilega til hamingju með tilnefningu sína sem „tónlistarflytjandi ársins“ í sama flokki.
Við þökkum ykkur fyrir að auðga starf Hafnarborgar með fagmennsku ykkar og næmni við að miðla tónlist og sköpunarkrafti svo aðrir fái notið. Við þökkum einnig dómnefnd og aðstandendum Íslensku tónlistarverðlaunanna kærlega fyrir þann heiður sem stofnuninni er sýndur með tilnefningunum.