Listakonan Gígja Jónsdóttir leitar til almennings eftir tárum fyrir verk hennar á samsýningunni Samfélag skynjandi vera, sem mun standa yfir í Hafnarborg frá 28. ágúst til 31. október 2021.
Táragjafar fá send glös til að safna tárum sínum, sem þeir skila síðan í tárabrunn á safninu, hvenær sem er yfir sýningartímabilið.
Ef þú vilt leggja þín tár af mörkum, hafðu endilega samband við listakonuna með upplýsingum um fullt nafn, heimilisfang og símanúmer með því að senda tölvupóst á [email protected].