Tónlistarviðburður ársins – Hátíðir!

Sönghátíð í Hafnarborg hlaut í gærkvöldi Íslensku tónlistarverðlaunin 2021 í flokknum TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR!
Við í Hafnarborg erum afar stolt af þessari miklu viðurkenningu og óskum Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og Francisco Javier Jáuregui, stofnendum og stjórnendum Sönghátíðar í Hafnarborg, innilega til hamingju!