Í tilefni af #SlowArtDay sem er haldin þann 10. apríl í ár hvetjum við þig, kæri listunnandi, til þess að hægja á þér og gefa þér tíma til þess að virða fyrir þér listaverk örlítið lengur en þú gerir venjulega í þeim tilgangi að tengjast verkinu enn betur og/eða uppgötva eitthvað nýtt í því sem þú hefur ekki áður tekið eftir.
Í tilefni dagsins skaltu gefa þér tíu mínútur til þess eins að horfa.
Hafnarborg er opin frá 12 til 17 í dag og nú stendur yfir sýningin Töfrafundur – áratug síðar eftir Libiu Castro & Ólaf Ólafsson og Töfrateymið. Við hvetjum fólk til þess að heimsækja sýninguna og gefa sér tíma til þess að upplifa og njóta þessa marglaga verks.
Þá er einnig upplagt að fá sér göngutúr í Hafnarfirði og virða fyrir sér eitt eða fleiri af fjölmörgum útilistaverkum bæjarins. Á vefnum utilistaverk.hafnarborg.is er að finna kort með staðsetningu allra útilistaverka í Hafnarfirði. Þar má sjá ljósmynd og upplýsingar um hvert og eitt verk með því að smella á staðsetningu þess.
Góða skemmtun og gleðilegan #SlowArtDay!