Starfsfólk Hafnarborgar óskar Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni hjartanlega til hamingju með Myndlistarverðlaun ársins 2021, sem Myndlistarmenn ársins, fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.
Þá munu Ólafur og Libia opna næstu sýningu sína, Töfrafund – Áratug síðar, í Hafnarborg laugardaginn 20. mars næstkomandi en sýningin byggir á fyrrnefndum gjörningi listamannanna og Töfrateymisins, sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur, á götum miðborgarinnar, við Stjórnarráðið og Alþingishúsið, 3. október síðastliðinn.
Einnig óskum við öðrum verðlaunahöfum ársins innilega til hamingju með viðurkenninguna.