Hafnarborg hefur sett í sölu veggspjald eftir dúkristu Gunnars Hjaltasonar, Hafnarfirði. Veggspjaldið er í stærðinni 37 x 56 cm og er prentað í takmörkuðu upplagi. Veggspjaldið kostar kr. 2.990, það fer vel í ramma og er tilvalin gjöf fyrir listunnandann. Hægt er að hafa samband við safnbúð Hafnarborgar í gegnum [email protected] eða í síma 585 5790 alla virka daga frá kl. 12–17 og panta sér eintak.
Nú stendur yfir sýning á verkum Gunnars Hjaltasonar í Sverrissal. Gunnar (1920-1999) starfaði sem gullsmiður í Hafnarfirði um árabil en ástríða hans lá í myndlist. Hann málaði með olíu, akrýl og vatnslitum en á sýningu Hafnarborgar eru grafíkverk hans í forgrunni, enda fjölmörg slík verk varðveitt í safni Hafnarborgar. Myndefnið er landslag, bæjarlandslag Hafnarfjarðar og náttúra Íslands en Gunnar var mikill áhugamaður um útivist og myndskreytti ófáar árbækur Ferðafélags Íslands.