Borgarhljóðvist í formi ensks lystigarðs – lifandi viðburðir

Á hverjum laugardegi yfir sýningartíma Borgarhljóðvistar í formi ensks lystigarðs verða lifandi viðburðir, þar sem samstarfsaðilar Davíðs Brynjars Franzsonar, tónskálds, koma fram og virkja sýninguna með hljóðfæraleik og nærveru sinni. Lifandi hljóðfæraleikurinn dregur fram litbrigði og augnablik í hljóðvistinni, lystigarði hljóðs, sem gestir geta kannað, samhliða flytjandanum, á eigin forsendum jafnt í tíma og rúmi. Viðburðirnir fara fram tvisvar yfir daginn í sal sýningarinnar, kl. 14:30 og kl. 16, á eftirfarandi dagsetningum:


29. ágúst
Júlía Mogensen, sellóleikari
lifandi flutningur í Hafnarborg

5. september
Matt Barbier, básúnuleikari
beint streymi frá Los Angeles

12. september
Russell Greenberg, slagverksleikari
beint streymi frá New York

19. september
Halla Steinunn Stefánsdóttir, fiðluleikari
lifandi flutningur í Hafnarborg

26. september
Matt Barbier, básúnuleikari
beint streymi frá Los Angeles

3. október
Russell Greenberg, slagverksleikari
beint streymi frá New York

17. október
Halla Steinunn Stefánsdóttir, fiðluleikari
beint streymi frá Malmö

24. október
Júlía Mogensen, sellóleikari
beint streymi frá Hafnarborg


10. október mun Skerpla, skipuð nemendum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, undir handleiðslu Berglindar Maríu Tómasdóttur, prófessors við tónlistardeild skólans, halda eigin viðburð í beinu streymi frá rýminu í Hafnarborg, þar sem þau vinna út frá hugmyndum og sjónarhorni Davíðs.