Gleðilegan þjóðhátíðardag, kæru vinir nær og fjær, og verið öll hjartanlega velkomin í Hafnarborg til að fagna með okkur.
Í tilefni dagsins viljum við deila með ykkur þessu myndbandi, þar sem hin ástsæla sópransöngkona Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir, flytur líflegu aríuna „Je veux vivre“ úr óperunni Roméo et Juliette eftir Gounod, ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara og listrænum stjórnanda hádegistónleika í Hafnarborg.
Safnið er opið í dag kl. 12–17 og aðgangur er ókeypis, eins og venjulega, auk þess sem njóta má lifandi djasstónlistar á safninu í eftirmiðdaginn.