Hafnarfjörður – vefsýning og leiðsögn

Ágústa Kristófersdóttir fjallar hér um valin verk úr safneign Hafnarborgar, sem sýna Hafnarfjörð, hvert með sínum hætti. Þar má sjá bæinn í gegnum augu listamanna – þar á meðal sumra af helstu meisturum íslenskrar myndlistar – sem vinna bæði á ólíkum tímum og með ólíka miðla, svo sem málverk, teikningar, grafík og ljósmyndir.

Verkin sem fjallað er um hér eru eftir Jón Hróbjartsson, Hörð Ágústsson, Nínu Tryggvadóttur, Gunnlaug Scheving, Gretu Björnsson, Eggert F. Guðmundsson, Gunnar Hjaltason, Pétur Friðrik Sigurðsson, Jón Þorleifsson, Erlu Stefánsdóttur, Árna B. Elfar, Spessa og Astrid Kruse Jensen.

Samhliða þessari leiðsögn höfum við þá opnað sérstaka vefsýningu á heimasíðu Sarps, þar sem hægt er að fræðast nánar um verkin, auk þess sem þar má finna upplýsingar um önnur verk í safneign Hafnarborgar.

Leiðsögnin er bæði textuð á íslensku og ensku.