Þögult vor – rafræn leiðsögn um sýninguna

Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, fjallar hér um sýninguna Þögult vor, eftir myndlistarkonurnar Herttu Kiiski, Katrínu Elvarsdóttur og Lilju Birgisdóttur. Sýningin opnaði í janúar sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020 en sýningarstjóri er Daría Sól Andrews.

Á sýningunni kalla Lilja, Hertta og Katrín fram hlýjar tilfinningar til náttúrunnar í þeirri von að vekja okkur til umhugsunar um skaðleg áhrif okkar á lífríki jarðarinnar. Andspænis hnattrænni hlýnun beita þær þá bæði ljósmyndamiðlinum og næmri, efnislegri nálgun við umhverfi sem þarfnast jafnt athygli og alúðar.

Sýningin hefur verið framlengd fram í miðjan maí, í ljósi aðstæðna, en meðan safnið er lokað vegna samkomubanns vonum við að þið njótið þess að skoða sýninguna hér í staðinn.

Leiðsögnin er bæði textuð á íslensku og ensku.