Hafnarborg hlýtur Íslensku tónlistarverðlaunin 2020

Þann 11. mars hlaut Hafnarborg Íslensku tónlistarverðlaunin 2020 fyrir viðburð ársins (einstaka tónleika) í flokki sígildrar og samtímatónlistar, fyrir opnunartónleika sýningarinnar Hljóðana, sem var jafnframt hluti af dagskrá Myrkra músíkdaga.

Hafnarborg vill þakka slagverksleikaranum Jennifer Torrence, fyrir ógleymanlega túlkun á verkum þeirra Toms Johnson og Bergrúnar Snæbjörnsdóttur, og Þráni Hjálmarssyni, sýningarstjóra, fyrir hans frábæra starf. Einnig þökkum við öllu listafólkinu sem átti verk á sýningunni og tók þátt í viðburðadagskrá í tengslum við hana.

Það er ekki á hverjum degi sem listasafn fær tónlistarverðlaun en í Hafnarborg hefur tónlistinni í sínum fjölbreytilegu myndum verið sinnt allt frá fyrstu árum starfseminnar. Þessi verðlaun eru okkur hvatning til að halda áfram á þeirri braut.

Takk fyrir okkur!