Í tilefni af opnun sýningarinnar Þöguls vors, eftir Herttu Kiiski, Katrínu Elvarsdóttur og Lilju Birgisdóttur, í sýningarstjórn Daríu Sólar Andrews, gleður það okkur að segja frá því að Skógræktarfélag Reykjavíkur ætlar að gróðursetja eitt tré fyrir hvern gest sem mætir á sýningaropnunina.
Við erum innilega þakklát fyrir þetta frábæra framlag Skógræktarfélagsins, sem leggur umhverfinu lið allan ársins hring með sínu ómetanlega starfi og hjálpar okkur að hlúa að náttúrunni með þessum hætti.
Þá vekjum við sömuleiðis athygli á því að sérstakur gjörningur með kórnum Klið, ásamt Lilju Birgisdóttur, mun eiga sér stað við opnun sýningarinnar.
Opnunin fer fram laugardaginn 18. janúar kl. 15. Á sama tíma opnar einnig sýningin Far, með verkum Þórdísar Jóhannesdóttur og Ralphs Hannam. Báðar sýningarnar eru hluti af Ljósmyndahátíð Íslands, sem stendur yfir 16.–19. janúar.
Verið hjartanlega velkomin í Hafnarborg.