Hafnarborg merki

Hafnarborg

Sýning
05.07.90 - 22.07.90
Teikningar

Jordan Sourtchev

Haldin var sýning á verkum búlgarska listamannsins Jordans Sourtchevs í kaffistofu Hafnarborgar. Þar sýndi listamaðurinn um þrjátíu pennateikningar en hann var jafnframt sjálfur á staðnum meðan á sýningunni stóð og teiknaði myndir af fólki sem þess óskaði.

Margar mynda Sourtchevs á sýningunni fólu í sér vísanir til ákveðinna sagna eða minna, ýmist í tengslum við heimaland og menningararf listamannsins eða trúarlegar sögur Biblíunnar. Brá þar fyrir helgifígúrum og jafnvel mætti tengja myndir hans við helgimyndir eða íkóna, líkt og stíllinn gefur til kynna, auk þess sem sjá má gyllingu í sumum myndanna. Þá sýndi Sourtchev einnig samsettar fantasíur.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgstu með því nýjasta sem er fram undan á safninu.

"*" indicates required fields

Bóka heimsókn