Hafnarborg merki

Hafnarborg

Sýning
10.06.89 - 07.08.89
Samsýning tólf listamanna

Á tólfæringi

Sumarsýning Hafnarborgar árið 1989 hlaut yfirskriftina Á tólfæringi. Sá titill vísaði annars vegar til þeirra tólf listamanna sem þá ýttu úr vör allsérstæðri samsýningu á verkum sínum – olíumálverkum, teikningum, ætingum og skúlptúrum – og hins vegar til sögu Hafnarfjarðar en í bænum hefur verið stunduð útgerð frá upphafi byggðar.

Þeir listamenn sem mynduðu hópinn eru allir vel þekktir fyrir verk sín og hafa hver um sig haldið sýningar bæði hér á landi og erlendis. Í listsköpun þeirra birtast ólík tjáningarform, þótt viðfangsefnið sé oftast tilbrigði um manninn og umhverfi hans.

Þeir listamenn sem tóku þátt í sýningunni voru Björg Örvar, Borghildur Óskarsdóttir, Jón Axel Björnsson, Kristbergur Ó. Pétursson, Magnús Kjartansson, Margrét Jónsdóttir, Sigurður Örlygsson, Sóley Eiríksdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Steinþór Steingrímsson, Sverrir Ólafsson og Valgerður Bergsdóttir.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgstu með því nýjasta sem er fram undan á safninu.

"*" indicates required fields

Bóka heimsókn