Staldraðu við

Átta listamenn frá Englandi og Íslandi

„Ég hef tekið eftir því að það að gera hið skynsamlega er aðeins góð hugmynd þegar ákvörðunin er frekar lítil. Í þeim ákvörðunum sem breytt geta lífinu verður þú að taka áhættu.“ [1]


Á samsýningunni Staldraðu við eru sýnd verk eftir átta listamenn frá Englandi og Íslandi, þar sem sjónum er beint að list sem ferli og getu hennar til að tengjast áhorfandanum og umhverfi sínu.

staldra við er þegar við höfum tilhneigingu til að dvelja lengur vegna tregðu til að fara. Sú tregða er oft knúin áfram af angurværri löngun, þótt við vitum ekki endilega hvers vegna og hvað það er sem við þráum. Það sem við vitum er aðeins að við verðum að staldra við.

Sýningin kallar fram spurningar um hvað gerist þegar við stöndum frammi fyrir verkum sem krefjast þess að við tökum þátt og verðum fyrir áhrifum af þeim. Verkum sem í sakleysi sínu og nánum aðstæðum eru áhættusækin. Þá nota listamennirnir mismunandi aðferðir og tækni til að nálgast þessar spurningar.

Listamenn sem taka þátt í sýningunni eru Anna Hrund MásdóttirBirgir Snæbjörn Birgisson, Danny RolphIngibjörg Sigurjónsdóttir, Joel Tomlin, Kristinn Már Pálmason, Peter Lamb og Vanessa Jackson.

Sýningarstjórar eru Birgir Snæbjörn Birgisson og Mika Hannula.

Birgir Snæbjörn Birgisson og Mika Hannula hafa starfað saman síðan 2002, eftir að hafa fyrst kynnst í Istanbúl við vinnu að sýningunni Stop for a Moment, Painting as Narrative í samtímalistasafninu Proje4L. Þeir hafa ekki aðeins unnið að fjölmörgum sýningum saman á mismunandi stöðum heldur einnig að ýmsum útgáfuverkefnum.

[1] Úr bókinni Af hverju að vera hamingjusamur þegar þú gætir verið eðlilegur? (e. Why Be Happy When You Could Be Normal?) eftir Jeanette Winterson.