Hafnarborg merki

Hafnarborg

Sýning
20.01.90 - 04.02.90
Sýning á verkum fimm norskra málara

Hið græna myrkur

Það sem er athyglisverðast og mikilvægast í norrænni list á síðustu árum er endurvakning hinnar rómantísku stefnu innan landslagsmálverksins. Þetta hefur átt sér stað á öllum Norðurlöndunum en virðist mest áberandi hjá ungum norskum málurum. Norskir málarar sameina í verkum sínum áhrif frá eigin umhverfi og erlendum straumum.

Þetta er rómantískt sjónarmið. Hin sterka staða þessarar málaralistar í Noregi ber kannski líka vott um að arfurinn eftir Edvard Munch sé nú viðurkenndur, enda þótt það gerist eftir krókaleiðum og undir áhrifum frá New York og Berlín.

Nú er meiri áhersla lögð á hið táknræna innihald. Þetta gefur málverkinu ný blæbrigði og meira líf. Innihaldi er oft lýst með formlegum táknum sem gefa möguleika á stöðugt nýjum túlkunum. Þegar allt kemur til alls er þetta spurning um áhuga á grundvallaratriðum í málaralistinni. Málverkið sem málverk er óður til þessa miðils og þar eiga sér stað mikil tilfinningaátök.

Á sýningunni voru landslagmálverk eftir fimm unga norska málara: Anne Katrine Dolven, Erik Annar Evensen, Olav Christopher Jenssen, Jon Arne Mogstad og Bjørn Sigurd Tufta. Sýningin var unnin í samstarfi við Norrænu listamiðstöðina í Sveaborg í Finnlandi.

Texti: Maaretta Jaukkuri

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgstu með því nýjasta sem er fram undan á safninu.

"*" indicates required fields

Bóka heimsókn