Hafnarborg merki

Hafnarborg

Sýning
05.11.88 - 20.11.88
Málverkasýning

Halldór Árni Sveinsson

Þann 5. nóvember 1988 opnaði Halldór Árni Sveinsson (f. 1955) sýningu á verkum sínum í Hafnarborg. Á sýningunni voru 28 málverk, unnin í olíu, vatnslit, olíukrít og þurrkrít. Flest verkin á sýningunni voru til sölu, í samræmi við þáverandi stefnu safnsins.

Halldór Árni lauk prófi í auglýsingateiknun frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986. Þetta var fyrsta einkasýning Halldórs Árna en hann hafði áður tekið þátt í samsýningu hafnfirskra myndlistarmanna á 75 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar í Flensborg 1983.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgstu með því nýjasta sem er fram undan á safninu.

"*" indicates required fields

Bóka heimsókn