Sunnudaginn 29. maí kl. 14 verður boðið uppá sýningarstjóraspjall í tengslum við sýninguna Ummerki vatns. Þá mun Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og annar sýningarstjóri sýningarinnar ræða við gesti safnsins um hugmyndir að baki sýningarinnar.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru þau Anna Rún Tryggvadóttir, Florence Lam, Harpa Árnadóttir, Hulda Stefánsdóttir, John Zurier og Margrét H. Blöndal en þau eiga það öll sameiginlegt að styðjast við ummerki vatns í verkum sínum þar sem litur, vatn og uppgufun þess er meðal annars til umfjöllunar.
Sýningarstjórar eru Ágústa Kristófersdóttir og Birgir Snæbjörn Birgisson.