Sönghátíð í Hafnarborg – dagskrá

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í sjöunda sinn dagana 18. júní–2. júlí 2023. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng en þema Sönghátíðar í ár er „Blessuð sólin elskar allt“. Þá er markmið hátíðarinnar að heiðra klassíska söngtónlist og auka almenna þekkingu á list raddarinnar með tónleikum og námskeiðahaldi.

Á Sönghátíð í Hafnarborg í ár verður boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum, auk margvíslegra námskeiða fyrir börn og fullorðna, leika sem lærða. Stofnendur og stjórnendur Sönghátíðar eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, og Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari.


Dagskrá

Sunnudaginn 18. júní kl. 17
Lög við ljóð eftir Þórarin Eldjárn
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), sópran
Kristinn Sigmundsson, bassi
Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran
Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó

Fimmtudaginn 22. júní kl. 20
Master class tónleikar
Nemendur á master class námskeiði Kristins Sigmundssonar
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó

Laugardaginn 24. júní kl. 17
I Wonder as I Wander
Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, langspil og flauta
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran
Elena Jáuregui, fiðla
Francisco Javier Jáuregui, gítar

Sunnudaginn 25. júní kl. 17
Óperugala – í minningu Garðars Cortes
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran
Arnheiður Eiríksdóttir, mezzósópran
Cesar Alonzo Barrera, tenór
Unnsteinn Árnason, baritón
Hrönn Þráinsdóttir, píanó

Mánudaginn 26. júní kl. 20
Reimagining
Kammerkórinn Kyrja

Föstudaginn 30. júní kl. 17
Fjölskyldutónleikar (ókeypis aðgangur)
Dúó Stemma: Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout

Laugardaginn 1. júlí kl. 17
Pur ti miro – barokktónleikar
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran
Guðrún Óskarsdóttir, semball
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, fiðla
Gunnhildur Daðadóttir, fiðla
Anna Hugadóttir, víóla
Ólöf Sigursveinsdóttir, selló

Sunnudaginn 2. júlí kl. 17
Undir yfirborðinu/Sous la surface
Cantoque Ensemble
Ensemble Chœur3 frá Sviss/Frakklandi/Þýskalandi
Philippe Koerper, saxófón og hljóðsnælda
Stjórnandi: Abélia Nordmann


Nánari upplýsingar um Sönghátíð í Hafnarborg, dagskrá, námskeið og flytjendur, má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.songhatid.is. Þá fer miðasala fram í gegnum www.tix.is. Hátíðin nýtur stuðnings Hafnarfjarðarbæjar, Tónlistarsjóðs, Starfslauna listamanna, Styrktarsjóðs Friðriks og Guðlaugar og Menningarsjóðs FÍH.