Sunnudaginn 10. október kl. 14-16 býður Hafnarborg upp á skapandi listasmiðju í tengslum við sýninguna Samfélag skynjandi vera, þar sem skilningarvitin fimm – sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt – verða skoðuð. Þá fá þátttakendur tækifæri til að búa til sína eigin skynjandi veru úr fjölbreyttum efnivið. Leiðbeinandi er Ólöf Bjarnadóttir, fræðslufulltrúi Hafnarborgar.
Listasmiðjan er haldin í tilefni af Bóka- og bíóhátíð í grunnskólum Hafnarfjarðar. Smiðjan mun fara fram í Apótekinu á fyrstu hæð safnsins og geta börn mætt ásamt foreldrum eða forráðamönnum. Eins og venjulega er þátttaka í listasmiðjum gestum að kostnaðarlausu, líkt og aðgangur að sýningum safnsins.